Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörmulegar mínútur hjá Everton - Af hverju var Gylfa fórnað?
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í Wolves og Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan er 1-1. Brasilíumaðurinn Richarlison kom Everton yfir en Ruben Neves jafnaði fyrir Úlfanna með marki beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Aukaspyrnuna fengu Úlfarnir eftir að Phil Jagielka, varnarmaður Everton, gerðist um slæm mistök. Hann missti boltann frá sér og tæklaði Diogo Jota, leikmann Wolves. Fyrir tæklinguna uppskar varnarmaðurinn reyndi beint rautt spjald.

Að mati Guðmundar Benediktssonar, sem lýsir leiknum, þá var um réttan dóm að ræða.

Smelltu hér til að sjá rauða spjaldið.

Gylfa fórnað
Eftir að Jagielka var vísað af velli ákvað Marco Silva að taka breytingu. Hann setti varnarmanninn Mason Holgate inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson, sem var að spila í holunni.

„Hefði Gylfi ekki verið akkurat maðurinn til að vera inná í undirtölu?? Ekki margir á vellinum sem skila fleiri km," spyr Rikki G á Twitter en fleiri hafa undrast á ákvörðun Silva.





















Athugasemdir
banner
banner