Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. ágúst 2018 18:28
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Fjögur mörk og rautt spjald í jafntefli Wolves og Everton
Richarlison skoraði bæði mörk Everton.
Richarlison skoraði bæði mörk Everton.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves skoraði beint úr aukaspyrnu.
Ruben Neves skoraði beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Wolves 2 - 2 Everton
0-1 Richarlison ('17 )
1-1 Ruben Neves ('44 )
1-2 Richarlison ('67 )
2-2 Raul Jimenez ('80 )
Rautt spjald: Phil Jagielka ('41)

Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign nýliða Wolves og Everton, Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton.

Richarlison sem kom til Everton í sumar frá Watford var einnig í byrjunarliði og hann kom gestunum yfir á 17. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu.

Á 41. mínútu fékk Phil Jagielka rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Diogo Jota, eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald gerði Marco Silva stjóri Everton breytingu. Gylfi Þór Sigurðsson fór þá út af og inná fyrir hann kom Mason Holgate.

Wolves fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Everton eftir brot Jagielka, Ruben Neves skoraði úr aukaspyrnunni og staðan var 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Richarlison skoraði annað mark Everton og annað markið sitt á 67. mínútu og Everton komið í forystu að nýju. Þrettán mínútum síðar skallaði Raul Jimenez boltann í mark Everton og staðan orðin 2-2 og þannig voru lokatölur leiksins.
Athugasemdir
banner
banner