Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 11:54
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær: Lukaku er ennþá mikilvægur leikmaður
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku hefur einungis verið einu sinni í byrjunarliði Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu í desember.

Þrátt fyrir að hafa þurft að þola bekkjarsetuna segir Solskjær að Lukaku sé mikilvægur leikmaður í liðinu.

„Hann er stór hluti liðsins, frábær persónuleiki. Það skorar enginn jafn mörg mörk og Lukaku á æfingum,“ segir Solskjær um Belgann.

„Það hafa þrír sóknarmenn verið að byrja flesta leikina og þeir hafa allir staðið sig vel. Síðan er ég með Lukaku, Mata og Sanchez á bekknum. Ég er með sex góða sóknarmenn og þeir munu allir fá fullt af mínútum.“

„Þegar ég spilaði með liðinu vorum við fjórir framherjar en einungis tveir í byrjunarliði. Núna eru þeir sex og við getum spilað með þrjá.“

Manchester United mætir Brighton klukkan 15:00 í dag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner