Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. október 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáir því að Mount endi hjá Barcelona eða Real Madrid
Mason Mount hefur leikið frábærlega fyrir Chelsea.
Mason Mount hefur leikið frábærlega fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hollenski fótboltamaðurinn Mitchell van Bergen sem spilar fyrir Heerenveen hefur mikið álit á Mason Mount, leikmanni Chelsea. Þeir voru liðsfélagar hjá Vitesse í Hollandi tímabilið 2017-18.

Mount var lánaður til Derby á síðasta tímabili en hefur núna blómstrað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég horfi á fleiri Chelsea leiki vegna hans. Hann fékk tækifærið hjá þeim og nýtti það. Þá er hann einnig að banka á dyr enska landsliðsins og það kemur mér ekki á óvart," segir Van Bergen.

„Mason mun komast alla leið á toppinn. Hann mun þroskast í ensku úrvalsdeildinni og ég spái því að hann endi hjá Barcelona eða Real Madrid. Ég tel að hann muni passa vel inn þar."

Mount er 20 ára miðjumaður sem spilaði fyrstu tvo landsleiki sína fyrir England fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner