Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. desember 2019 10:46
Elvar Geir Magnússon
Conte: Inter átti ekki skilið að falla úr leik
Svekktur Antonio Conte.
Svekktur Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Inter, segir að sínir menn hafi átt meira skilið úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið komst ekki upp úr riðli sínum og færist yfir í Evrópudeildina.

Inter tapaði 1-2 á heimavelli gegn Barcelona í lokaumferðinni í gær þrátt fyrir að Börsungar hafi teflt fram hálfgerðu varaliði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Inter sem liðið kemst ekki upp úr riðli sínum tvö ár í röð.

Dortmund fylgir Barcelona áfram.

„Við fengum færin til að vinna leikinn, við sköpuðum okkur þau færi en það vanaði að klára þau. Ég hef yfir engu að kvarta, mínir leikmenn gáfu allt í þetta en það vantaði bara að skora," segir Conte.

„Við vorum að pressa á þá í stöðunni 1-1, sköpuðum færin en fáum svo mark í andlitið. Það var sársaukafullt að sjá það. Þetta eru mikil vonbrigði, fyrir okkur og stuðningsmennina sem voru frábærir í leiknum og sköpuðu magnað andrúmsloft."

„Þegar ég horfi á heildarframmistöðu okkar í riðlinum tel ég að við höfum átt meira skilið. Við þurfum að koma okkur á fætur og byrja að ganga aftur."

Inter er á toppi ítölsku A-deildarinnar og getur nú lagt enn meiri áherslu á baráttuna við Juventus um meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner