
Eydís Arna Hallgrímsdóttir, Þórunn Elfa Helgadóttir og Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir eru allar gengnar til liðs við Grindavík/Njarðvík fyrir komandi tímabil.
Eydís er 21 árs gömul og spilar sem miðvörður en hún spilaði fimm leiki er Fram kom sér upp í Bestu deildina á síðasta ári.
Áður spilaði hún með FH og Fjölni og á samtals 43 leiki í deild- og bikar með liðunum.
Þyrí er 21 árs gömul og spilar sem miðjumaður. Hún er uppalin í Breiðablik og lék þrjú tímabil með Augnabliki, venslafélagi Blika, áður en hún gekk í raðir Fram árið 2023.
Hún er dóttir Willums Þórs Þórssonar og kemur því úr mikilli fótboltafjölskyldu.
Grindavík/Njarðvík sótti þá einnig Þórunni Elfu Helgadóttur frá Keflavík.
Þórunn er 16 ára gömul en hún spilaði einn leik með Keflvíkingum í Lengjubikarnum í vetur.
Grindavík og Njarðvík komust að samkomulagi um að sameina liðin síðasta haust og mun það spila sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni er það tekur á móti ÍBV á laugardag.
Athugasemdir