Marcus Thuram, framherji Inter á Ítalíu, segir Lamine Yamal ekki vera besta fótboltamann heims og fullyrðir að tveir bestu komi frá Frakklandi.
Thuram og Yamal áttust við í fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter í Meistaradeildinni í gær.
Báðir skoruðu í leiknum en Yamal er talinn einn allra efnilegasti fótboltamaður heims og þegar farinn að blanda sér í umræðu um besta leikmann heims.
Thuram er ekki alveg sammála því samt að hann sé sá besti.
„Nei. Besti og næstbesti leikmaður heims koma báðir frá Frakklandi. Það eru þeir Ousmane Dembele og Kylian Mbappe, en Lamine Yamal kemur næstur á eftir þeim,“ sagði Thuram við Canal+.
Valið á besta leikmanni heims fer fram í lok árs og koma margir til greina í ár. Raphinha, Mohamed Salah, Pedri, Dembele og Yamal eru allir taldir líklegir til árangurs.
Athugasemdir