Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. júlí 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Mane og Zaha á meðal markaskorara
Mane skoraði tvö fyrir Senegal.
Mane skoraði tvö fyrir Senegal.
Mynd: Getty Images
Í kvöld kláruðust C- og D-riðlar í Afríkukeppninni sem haldin er í Egyptalandi um þessar mundir.

Sadio Mane og félagar í Senegal þurftu á sigri að halda gegn Kenýa og það tókst eftir markalausan fyrri hálfleik. Mane klúðraði víti í fyrri hálfleiknum, en í seinni hálfleiknum gerði hann tvennu - það seinna úr vítaspyrnu.

Ismaila Sarr skoraði einnig í 3-0 sigri Senegal sem endar með sex stig í öðru sæti C-riðils. Adam Ounas gerði tvennu fyrir Alsír og Islam Slimani, fyrrum sóknarmaður Leicester, eitt í 3-0 sigri gegn Tansaníu í sama riðli. Alsír vann riðilinn með níu stig.

Kenýa endar í þriðja sæti C-riðils, en heldur í veika von um að komast áfram. Fjögur lið með góðan árangur í þriðja sæti fara einnig áfram í 16-liða úrslit. Eins og staðan er núna er Kenýa í fjórða sæti af fjórum liðum.

Marokkó vann D-riðilinn með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Suður-Afríku. Fílabeinsströndin vann á sama tíma 4-1 sigur gegn Namibíu og var Wilfried Zaha, sem vill fara til Arsenal, á skotskónum.

Fílabeinsströndin endar í öðru sæti riðilsins með sex stig og Suður-Afríka í þriðja sæti með þrjú stig. Suður-Afríka er í þriðja sæti af liðunum í þriðja sem stendur.

Síðustu tveir riðlarnir klárast á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner