Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. september 2018 10:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Plataði Þjóðverja í að styðja Ísland - Leikurinn við Þýskaland
Icelandair
Ísland og Þýskaland mætast í dag.
Ísland og Þýskaland mætast í dag.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Mart­in Eyj­ólfs­son sendi­herra Íslands í Berlín fór á kostum í gær þegar hann mætti á tónleika í Bremerhaven í Þýskalandi í gær.

Sérstakir Íslandsdagar eru haldnir í Bremerhaven um helgina, en nánar er hægt að lesa um það með því að smella hér.

Martin hélt tölu á tónleikunum sem haldnir voru í tengslum við Íslandsdaga en 3.000 manns sóttu tónleikana. Í ræðu sinni óskaði Martin eftir stuðningi við íslenska landsliðið fyrir mikilvægan leik. Hann fékk áhorfendur til að taka víkingaklappið en greindi síðan frá því að leikurinn væri við Þýskaland.

Martin er því búinn að fá mikinn fjölda Þjóðverja á band Íslendinga í dag, eða hvað?

Stórleikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM er á Laugardalsvelli klukkan 14:55. Uppselt er á leikinn en hann gæti skorið úr um það hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki.

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner