Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Pappírarnir skiluðu sér átján sekúndum of seint
Mynd: Getty Images
Barcelona var svo sannarlega hársbreidd frá því að ganga frá lánssamningi við mexíkóska varnarmanninn Julian Araujo frá Los Angeles Galaxy á gluggadag en pappírarnir skiluðu sér 18 sekúndum of seint.

Börsungar lögðu fram lánstilboð í þennan 21 árs gamla hægri bakvörð í gær með möguleika á að geta keypt hann í sumar.

Allt var frágengið og var því næst að senda pappírana í gegnum tölvu en bilun í tölvunarkerfinu varð til þess að þeir fóru í gegn átján sekúndum of seint.

Eins og staðan er núna verður ekkert af lánssamningnum en beðið er eftir svörum frá FIFA.

„Við náðum þessu ekki í tæka tíð útaf einhverri villu í tölvukerfinu en þetta skilaði sér átján sekúndum of seint. Við þurfum að bíða eftir ákvörðun frá FIFA,“ sagði Mateu Alemany, stjórnarmaður Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner