Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Lyon að ganga frá kaupum á Andersen
Joachim Andersen er að semja við Lyon
Joachim Andersen er að semja við Lyon
Mynd: Getty Images
Franska knattspyrnufélagið Lyon er að ganga frá kaupum á danska varnarmanninum Joachim Andersen en hann er á mála hjá ítalska félaginu Sampdoria. Sky Italia segir frá þessu.

Andersen er 23 ára gamall en hann er uppalinn hjá bæði FCK og Midtjylland í Danmörku. Hann fór ungur að árum til Twente í Hollandi þar sem hann spilaði í fjögur ár bæði með unglinga- og varaliðinu og aðalliðinu.

Hann samdi við Sampdoria árið 2017 en hann sprakk út á þessu tímabili þar sem hann spilaði 34 leiki í heildina.

Stærstu lið Evrópu hafa sýnt honum áhuga en franska félagið Lyon er búið að semja við Sampdoria um kaup á leikmanninum. Lyon borgar 30 milljónir evra í heildina með bónusum.

Það er nóg til hjá Lyon eftir að félagið seldi Tanguy N'Dombele til Tottenham Hotspur í dag fyrir hátt í 70 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner