Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. júlí 2019 10:40
Magnús Már Einarsson
Tottenham hættir við Lo Celso
Lo Celso er öflugur sóknarmiðjumaður.
Lo Celso er öflugur sóknarmiðjumaður.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur ákveðið að hætta við kaup á argentínska miðjumanninum Giovani Lo Celso frá Real Betis en félögin hafa ekki náð saman um kaupverð.

Tottenham hefur ákveðið að slíta viðræðum í bili að sögn Sky Sports.

Hinn 23 ára gamli Lo Celso er með riftunarverð í samningi sínum upp á 88 milljónir punda og Betis vill ekki sleppa honum ódýrt.

Ef Christian Eriksen verður seldur í sumar þá gæti Tottenham tekið upp þráðinn í viðræðum við Betis á nýjan leik.

Tottenham keypti miðjumanninn Tanguy Ndombele frá Lyon á 63 milljónir punda í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna félagsins enda hafði ekki komið nýr leikmaður til Spurs í 517 daga fram að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner