Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 03. júlí 2019 21:45
Hafliði Breiðfjörð
Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Anton Ara
Anton Ari í leik með Val í sumar.
Anton Ari í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafnaði í dag tilboði Breiðabliks í Anton Ara Einarsson varamarkvörð Vals samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks meiddist snemma leiks í leiknum gegn KR í fyrrakvöld og varð að fara af velli. Hlynur Örn Hlöðversson leysti stöðuna í hans stað í þeim leik.

Upphaflega stefndi Gunnleifur á að spila leikinn gegn HK um næstu helgi en ekki er vitað hvort Breiðablik hafi boðið í Anton Ara vegna þess að meiðsli hans séu verri enn talið var í fyrstu.

Anton Ari er varamarkvörður Vals og hefur spilað tvo leiki í sumar, gegn Víkingi þegar Hannes Þór Halldórsson aðalmarkvörður var í leikbanni og gegn ÍBV þegar Hannes var meiddur.

Valur er einnig með sem þriðja markvörð Svein Sigurð Jóhannesson en samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætlar félagið ekki að láta neinn þeirra fara í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner