Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. september 2019 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Trippier: Atletico er skref upp á við
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier segist hafa tekið skref upp á við á ferli sínum þegar hann fór frá Tottenham til Atletico Madrid í sumar.

„Það gerðust hlutir bakvið tjöldin hjá Tottenham sem ég vil helst ekki tala um en eftir það þá varð ég að fara," sagði Trippier í viðtali fljótlega eftir að hann skrifaði undir hjá Atletico, hann ítrekaði í viðtali við AFP að fara til Atletico væri skref upp á við á ferli hans en ekki niður á við eins og sumir vilja meina.

„Hér starfa ég með einum besta þjálfara í heimi, Atletico er eitt stærsta félag í Evrópu, ég er ekki að taka skref niður á við, ég er að taka skref upp á við," sagði Trippier.

Kieran Trippier er í enska landsliðshópnum sem mætir Búlgaríu og Kosóvó í landsleikjahlénu sem framundan er.
Athugasemdir
banner
banner
banner