Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. október 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neil Harris hættur með Millwall - Jón Daði fær nýjan stjóra
Mynd: Getty Images
Neil Harris er búinn að láta af störfum eftir rúmlega fjögur ár við stjórn hjá Millwall.

Millwall hefur farið illa af stað í Championship deildinni og er með 11 stig eftir 10 umferðir.

Félagið krækti í Jón Daða Böðvarsson í sumar en hann var ónotaður varamaður síðustu tvo leiki Harris við stjórnvölinn.

Jón Daði byrjaði aðeins tvisvar sinnum í deildinni og kom tvisvar inn af bekknum án þess að skora. Hann spilaði þó tvo heila leiki í deildabikarnum og skoraði þrjú mörk í þeim, eitt gegn West Brom og tvö gegn Oxford.

Harris er 42 ára gamall og lék yfir 400 leiki fyrir Millwall á ferlinum. Hann tók við unglingaliði félagsins 2013 og var svo ráðinn sem knattspyrnustjóri félagsins 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner