Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 04. júlí 2019 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góður sigur U17 kvenna gegn Noregi á Norðurlandamótinu
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag.
Mynd: KSÍ
Ísland mætti Noregi í dag á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Svíþjóð.

Lokatölur urðu 3-2 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi var 1-1.

Amanda Jacobsen Andradóttir jafnaði fyrir Ísland í fyrri hálfleik og í þeim síðari var það María Catharina Gros sem kom Íslandi yfir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir bætti þriðja markinu við undir lok leiksins. Norðmenn átti svo síðasta orðið með síðustu spyrnu leiksins, en góður sigur Íslands í höfn.

Íslenska liðið gerði jafntefli við Þjóðverja í fyrsta leik sínum. Næsti leikur Íslands á mótinu, og sá síðasti í riðlakeppninni, verður gegn Dönum á laugardaginn.

Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (f)
Karen Guðmundsdóttir
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir
María Catharina Ólafsd. Gros
Hildur Björk Búadóttir
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
Emma Steinsen Jónsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir

Smelltu hér til að sjá leikskýrslu á vef KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner