Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. júlí 2019 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Gunnarsson í Fram (Staðfest)
Gunnar er búinn að semja við Fram.
Gunnar er búinn að semja við Fram.
Mynd: Fram
Varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson er búinn að skrifa undir samning við Fram, sem leikur í Inkasso-deild karla. Samningurinn gildir til loka árs 2020.

Gunnar gekk í raðir Þróttar R. í vetur, en samningi hans þar var rift í síðasta mánuði.

Gunnlaugur Jónsson fékk hann til Þróttar, en hann var ekki inn í myndinni hjá Þórhalli Siggeirssyni sem tók við af Gunnlaugi og var skilinn eftir utan hóps.

Gunnar og félagið áttu í deilum en leikmanninum var meinað að æfa með liðinu og var hann ósáttur við þá framkomu. Svo skildu leiðir.

Gunnar er 25 ára gamall varnarmaður sem lék með Haukum á síðsta tímabili. Hann lék 21 leik með Haukum á síðasta tímabili í deild og bikar.

„Fram hefur samið við Gunnar Gunnarsson 25 ára gamlan miðvörð. Gunnar mun styrkja liðið í komandi átökum. Samningurinn er til loka árs 2020. Við bjóðum Gunnar velkominn í Fram," segir í tilkynningu Fram á Twitter.

Fram er í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Næsti leikur Fram er gegn Þór á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner