Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. ágúst 2022 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta á leið til Grikklands - Fimmti Íslendingurinn í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson er að ganga í raðir OFI Crete í Grikklandi en Dr. Football greinir frá þessu í kvöld.

Guðmundur, sem er þrítugur, var síðast á mála hjá Álaborg í Danmörku en yfirgaf liðið í sumar.

Hann var í viðræðum við hollenska félagið Twente og fór meðal annars í læknisskoðun hjá félaginu en fór svo á endanum ekki þangað.

Guðmundur er að ganga til liðs við OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni á næstu dögum en þetta kemur fram á Twitter-síðu Dr. Football. Eins og nafnið ber með sér spilar liðið á eyjunni Krít en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þá verða Íslendingarnir í deildinni fimm talsins. Sverrir Ingi Ingason spilar með PAOK, Ögmundur Kristinsson með Olympiakos, Hörður Björgvin Magnússon með Panathinaikos og þá gekk Viðar Örn Kjartansson til liðs við Atromitos á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner