Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. júlí 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Framtíðin óljós hjá Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staðan er frekar óljós," sagði framherjinn Viðar Örn Kjartansson við Fótbolta.net í dag.

Viðar hefur verið á láni hjá Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en lánssamningurinn þar rennur út eftir viku.

Viðar hefur skorað sex mörk í fjórtán leikjum með Hammarby en ólíklegt er að hann verði áfram hjá félaginu þar sem það hefur ekki efni á að lengja samninginn. Hammarby er að fá Aron Jóhannsson til að fylla skarð Viðars.

Rússneska félagið Rostov á Viðar en önnur félög hafa sýnt honum áhuga og því er framtíðin óljós í augnablikinu.

„Það eru komin einhver tilboð en ég held að þeim hafi verið hafnað. Það er áhugi og ég vona að það leysist fljótlega úr því. Að öllu óbreyttu fer ég til Rostov 16. júlí," sagði Viðar við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner