Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Besic og hollenskur markvörður í Sheffield United (Staðfest)
Muhamed Besic.
Muhamed Besic.
Mynd: Getty Images
Nýliðarnir í Sheffield United bættu við sig tveimur leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokaði í dag.

Miðjumaðurinn Muhamed Besic kemur á láni frá Everton út tímabilið.

Besic er 26 ára gamall og hefur verið á mála hjá Everton frá 2016. Síðustu tvö tímabil hefur hann verið á láni hjá Middlesbrough í Championship-deildinni.

Sheffield United bætti einnig við sig markverði, en Michael Verrips er kominn á frjálsri sölu. Hann var síðast á mála hjá Mechelen í Belgíu.

Verrips er 22 ára gamall Hollendingur en hann hefur verið á mála hjá félögum á borð við PSV, Sparta Rotterdam og Twente.

Hann var í marki Mechelen á síðustu leiktíð sem vann belgíska bikarinn og næst efstu deild þar í landi en ákvað að nýta sér glugga til að fara frá félaginu í sumar.

Mechelen var ásakað um að hagræða leikjum á síðustu leiktíð og fékk Verrips þannig að rifta samning sinum við félagið.

Hann gerði fjögurra ára samning við Sheffield.
Athugasemdir
banner
banner
banner