Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Klopp ráðlagði Coutinho að fara til Bayern
Liverpool gat ekki fengið Philippe Coutinho
Liverpool gat ekki fengið Philippe Coutinho
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, viðurkennir að félagið átti ekki möguleika á að fá Philippe Coutinho frá Barcelona í sumar.

Coutinho yfirgaf Liverpool í janúar árið 2018 og samdi þá við Barcelona en heildarkostnaðurinn var í kringum 142 milljónir punda með öllum klásúlum.

Brasilíski sóknartengiliðurinn fann sig ekki hjá Börsungum og yfirgaf félagið í sumar en hann fór á tveggja ára lánssamning til Bayern München og á þýska félagið möguleika á að kaupa hann fyrir 120 milljónir evra.

Ensku miðlarnir greindu frá því að Coutinho hefði getað endað hjá Liverpool en enska félagið hafði ekki efni á honum.

„Coutinho er frábær leikmaður og við vildum ekki leyfa honum að fara. Við vorum neyddir í að selja hann," sagði Klopp við Bild.

„Þetta eru gríðarlega góð skipti að fara í Bayern. Þetta hentar bæði honum og félaginu. Þetta hljómar kannski undarlega en við höfðum ekki efni á að fá hann."

„Við eyddum öllum peningunum sem við fengum fyrir hann og ég hitti hann í persónu og sagði honum að hann myndi henta vel í liðið hjá Bayern,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner