Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 10. nóvember 2024 15:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Chelsea og Arsenal: Ödegaard, Rice og Palmer klárir í slaginn
Mynd: Getty Images

Byrjunarliðin í stórleik dagsins eru komin inn. Chelsea fær Arsenal í heimsókn á Stamford Bridge.


Það er ein breyting á liði heimamanna frá jafntefli gegn Man Utd um síðustu helgi. Marc Cucurella kemur inn fyrir Reece James. Cole Palmer meiddist um síðustu helgi en er klár í slaginn.

Declan Rice meiddist einnig um síðustu helgi og var ekki með Inter í Meistaradeildinni í vikunni en er í byrjunarliðinu í dag. Þá er Martin Ödegaard búinn að jafna sig af meiðslum og er í byrjunarliðinu.

Chelsea: Sanchez, Gusto, Fofana, Colwill, Cucurella, Caicedo, Lavia, Madueke, Palmer, Neto, Jackson.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Timber, Partey, Odegaard, Rice, Saka, Havertz, Martinelli.


Athugasemdir
banner
banner