Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   sun 10. nóvember 2024 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Lagleg sending Ödegaard á Martinelli
Mynd: EPA
Arsenal er komið í forystu í Lundúnaslagnum gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Það tók Arsenal klukkutíma að brjóta ísinn. Kai Havertz skoraði rangstöðumark um miðjan fyrri hálfleikinn en staðan var önnur þegar Gabriel Martinelli setti boltann í netið á 60. mínútu.

Martin Ödegaard, sem hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuði, kom aftur inn í byrjunarlið Arsenal og lagði upp markið fyrir Martinelli með því að lyfta boltanum yfir vörn Chelsea og á fjær þar sem Martinelli var mættur.

Hann síðan skaut boltanum í netið úr þröngu færi og staðan orðin 1-0 fyrir Arsenal.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner