Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 09. nóvember 2024 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Tvær breytingar á landsliðshópnum
Icelandair
Dagur Dan kemur inn í hópinn
Dagur Dan kemur inn í hópinn
Mynd: Getty Images
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina tvo gegn Wales og Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.

Daníel Leó Grétarsson og Kolbeinn Birgir Finnsson eru báðir að glíma við meiðsli og geta því ekki verið með í verkefninu.

Dagur Dan Þórhallsson og Hlynur Freyr Karlsson hafa verið kallaðir inn í hópinn.

Dagur Dan er að eiga frábært tímabil með Orlando City í MLS-deildinni en hann var tilnefndur sem varnarmaður ársins fyrir frammistöðuna í deildarkeppninni.

Hann á 5 A-landsleiki að baki en Dagur er einmitt á leið í oddaleik í MLS-bikarnum í nótt. Liðið mætir Charlotte en sigurvegarinn fer í undanúrslit Austur-deildarinnar.

Hlynur Freyr er á mála hjá Brommapojkarna í Svíþjóð þar sem hann hefur verið að gera góða hluti. Hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik til þessa gegn Hondúras í byrjun ársins.


Athugasemdir
banner
banner