Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 10. nóvember 2024 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ánægður að Salah hafi bætt markafjöldann sinn
Mynd: Getty Images

Robbie Fowler er í skýjunum með það að Mohamed Salah sé búinn að bæta markafjöldann sinn í úrvalsdeildinni.


Fowler lék með Liverpool á sínum tíma ásamt Leeds og Man City en hann skoraði 163 mörk. Salah skoraði 164. markið sitt gegn Brighton um síðustu helgi og bætti 165. markinu sínu við í gær gegn Aston Villa. Salah er í 8. sæti á listanum.

„Hann fór upp fyrir mig og ég er ánægður fyrir hans hönd. Ég er stuðningsmaður Liverpool svo ef hann skorar þá er ég ánægður. Hann hefur afrekað stórkostlega hluti á Anfield og nú eltir hann Thierry Henry sem skoraði 175 mörk," sagði Fowler.

„Ég er viss um að hann náði því, aðeins þriðjunugur búinn af tímabilinu. Tölurnar hans hjá Liverpool hingað til eru stórkostlegar. Ég ere stoltur að vera á topp tíu listanum."


Athugasemdir
banner
banner
banner