Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 09. nóvember 2024 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern með sex stiga forystu þökk sé draumamarki Musiala - Fyrirliði Dortmund brást liðinu
Jamal Musiala skoraði geggjað mark
Jamal Musiala skoraði geggjað mark
Mynd: EPA
Emre Can kostaði Dortmund
Emre Can kostaði Dortmund
Mynd: EPA
Stórlið Bayern München er með sex stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir að hafa unnið nauman 1-0 sigur á nýliðum St. Pauli í dag.

Frammistaða Bayern var langt í frá sannfærandi en nóg til þess að sækja þrjú stig.

Bayern þurfti glæsilegt einstaklingsframtak frá Jamal Musiala til að vinna leikinn. Hann vann boltann á 22. mínútu og skaut fyrir utan teig í slá og inn.

Gestirnir fengu urmul af færum til þess að ganga frá leiknum. Jamal Musiala og Harry Kane komu sér í dauðafæri í restina en Bosníumaðurinn Nikola Vasilj var að eiga stórleik í rammanum.

Eitt mark dugði Bayern sem er með 26 stig á toppnum og með sex stiga forystu.

Emre Can, fyrirliði Borussia Dortmund, var skúrkur dagsins er liðið tapaði fyrir Mainz, 3-1.

Miðjumaðurinn fékk heimskulegt rautt spjald á 27. mínútu er hann fór í tveggja fóta tæklingu á Lee Jae Sung. Kóreumaðurinn skoraði fyrir Mainz níu mínútum síðar áður en Serhou Guirassy jafnaði úr vítaspyrnu.

Jonathan Burkardt og Paul Nebel skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn til að tryggja Mainz sigurinn.

Bandaríski-íslenski leikmaðurinn Cole Campbell spilaði síðasta stundarfjórðunginn með Dortmund.

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen fóru þá illa að ráði sínu gegn Bochum en leikar þar enduðu 1-1. Patrik Schick skoraði mark Leverkusen á 18. mínútu en Bochum jafnaði metin undir lok leiks.

Leverkusen er í 4. sæti með 17 stig, níu stigum frá toppsætinu.

Werder 2 - 1 Holstein Kiel
1-0 Jens Stage ('36 )
1-1 Phil Harres ('48 )
2-1 Oliver Burke ('89 )

Mainz 3 - 1 Borussia D.
1-0 Lee Jae Sung ('36 )
1-1 Serhou Guirassy ('40 , víti)
2-1 Jonathan Michael Burkardt ('45 )
3-1 Paul Nebel ('54 )
Rautt spjald: Emre Can, Borussia D. ('27)

Bochum 1 - 1 Bayer
0-1 Patrik Schick ('18 )
1-1 Koji Miyoshi ('89 )

St. Pauli 0 - 1 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('22 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner