Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 13:58
Elvar Geir Magnússon
Palmer og Rice tæpir fyrir stórleikinn - Ödegaard orðinn heill
Palmer meiddist á hné og er tæpur fyrir leikinn gegn Arsenal.
Palmer meiddist á hné og er tæpur fyrir leikinn gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Enzo Maresca stjóri Chelsea er vongóður um að Cole Palmer verði klár í að spila gegn Arsenal á sunnudaginn. Leikurinn verður á Stamford Bridge.

Þessi 22 ára leikmaður er algjör lykilmaður hjá Chelsea en meiddist á hné í leiknum gegn Manchester United um síðustu helgi.

„Hann er að verða betri. Þó hann geti gengið þá þýðir það ekki að hann sé algjörlega klár. Við höfum enn tvo daga til að undirbúa leikinn. Vonandi getur hann verið með á æfingu á laugardaginn og svo tökum við ákvörðun," segir Maresca.

Hjá Arsenal er óvissa varðandi Declan Rice sem hefur verið að glíma við meiðsli. Mikel Arteta segir að Rice hafi enn ekki æft með liðinu og ekki sé ljóst hvort hann geti spilað leikinn.

Martin Ödegaard kom af bekknum gegn Inter í Meistaradeildinni og er orðinn heill en hans var sárt saknað í liði Arsenal meðan hann var á meiðslalistanum. Ekki er vitað hvort Kai Havertz og Mikel Merino geti spilað á sunnudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner