Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 15:22
Elvar Geir Magnússon
Icardi verður lengi frá
Mynd: EPA
Tímabilinu gæti verið lokið hjá argentínska sóknarmanninum Mauro Icardi eftir að hann sleit krossband í gær.

Hann var borinn af velli eftir að hafa skorað í 3-2 sigri síns liðs, Galatasaray, gegn Tottenham í Istanbúl í gær.

Icardi er 31 árs og ætlaði að loka á sendingu frá Fraser Forster markverði Tottenham en lá skyndilega í grasinu.

Tyrkneska félagið gaf það út í dag að þessi fyrrum leikmaður Paris St-Germain þyrfti að fara undir hnífinn. Það tekur um sex til níu mánuði að jafna sig á svona meiðslum.

Icardi hefur skorað 61 mark í 86 leikjum fyrir Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner
banner