Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 09. nóvember 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Þetta verður mjög erfitt tímabil
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að tímabilið eigi eftir að vera erfitt en að hann sé ánægður með hvernig liðið hefur staðið sig til þessa.

Liverpool vann níunda deildarleikinn undir stjórn Slot er það lagði Aston Villa að velli, 2-0, á Anfield í kvöld.

Darwin Nunez og Mohamed Salah skoruðu mörkin sem komu Liverpool í fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta var ekki auðvelt, bara eins og flestir leikir hafa verið. Aston Villa var kannski ekki með þá grimmd sem við héldum að þeir kæmu með, en við vorum þolinmóðir. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum en annars vorum við með stjórn á leiknum og skoruðum eftir tvær skyndisóknir sem er kannski alveg það sem við vorum að búast við,“ sagði Slot.

Salah heldur áfram að gera frábæra hluti. Hann hefur komið að tuttugu mörkum í sautján leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili, en hann skoraði og lagði upp í leiknum í kvöld.

„Ég held að hann sé með bestu tölfræðina af sóknarmönnunum okkar. Allir sóknarmennirnir eru með frábæra tölfræði en Mo stendur upp úr.“

Föstu leikatriðin er helsti styrkleiki Aston Villa en bestu færi gestanna komu eftir hornspyrnur og upp úr þeim komu einmitt líka bestu færi Liverpool.

„Föstu leikatriðin eru fyrir einhver önnur lið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Liverpool skorar eftir svona skyndisókn, enda erum við með ótrúlega fljóta leikmenn.“

Slot talaði um markið hjá Nunez og mögulega titilbaráttu en hann segir að þetta verði langt og erfitt tímabil.

„Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið þarna því Mo var kominn einn á móti marki. Darwin var þarna og skoraði, sem er gott fyrir hann. Hann er með leikmenn í kringum sig sem skora mörg mörk. Þannig það er alltaf gott fyrir framherja eins og hann að komast á blað.“

„Við erum mjög ánægðir með að flestir leikmenn hafi haldist heilir í kringum erfiða hrinu. Við verðum að bíða og sjá hvernig Trent líður. Það eru erfiðir leikir fram undan og þetta verður bara almennt mjög erfitt tímabil. Við erum með ágætis forskot, en það er lítið og margar áskoranir fram undan,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner