Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 09. nóvember 2024 15:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kærkominn sigur hjá lærisveinum Jóa Kalla - Mark dæmt af Jóni Degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

AB frá Kaupmannahöfn vann kærkominn sigur í C-deildinni í Danmörku í dag.


Liðið hafði ekki unnið leik síðan í lok ágúst fyrir leikinn í dag gegn toppliði Fremad Amager. Strax á fyrstu mínútu fékk liðið víti og náði foyrstunni.

Staðan var óbreytt allt fram á 70. mínútu þegar AB bætti öðru markinu við og þar við sat. Ægir Jarl Jónasson var í byrjunarliði AB en Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins. AB er í 9. sæti með 18 stig eftir 15 umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson kom boltanum í netið þegar Hertha Berlin tapaði 3-1 gegn Darmstadt í næst efstu deild í Þýskalandi. Hann skoraði annað mark Hertha en markið var dæmt af vegna hendi í aðdragandanum. Hertha er með 17 stig í 10. sæti eftir 12 umferðir.

Jón Daði Böðvarsson spilaði síðasta stundafjórðunginn þegar Wrexham vann Mansfield 1-0 í C-deidlinni á Englandi. Wrexham er í 3. sæti með 28 stig eftir 14 umferðir.

Davíð Kristján Ólafsson var tekinn af velli eftir rúmlega 70 mínútna leik þegar Cracovia tapaði á dramatískan hátt 3-4 gegn GKS Katowice í pólsku deildinni en Cracovia tókst að jafna seint í uppbótatíma en GKS var ekki búið að segja sitt síðasta og náði í sigurmark. Cracovia er með 29 stig eftir 15 umferðir og situr í 4. sæti.


Athugasemdir
banner
banner