Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 08. nóvember 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elías fékk á sig skrautlegt mark eftir átta sekúndur
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skondin upphafsspyrna danska liðsins Midtjylland hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og annars staðar.

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Midtjylland sem tapaði fyrir rúmenska liðinu Steaua frá Búkarest, 2-0, í Rúmeníu í gær. Leikurinn var í Evrópudeildinni.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Steaua en eftir átta sekúndur í seinni hálfleik var staðan orðin 2-0.

Ástæðan var skautleg miðja sem Midtjylland tók en boltinn var þá sendur beint til baka á Elías á meðan flestallir aðrir leikmenn liðsins hlupu fram völlinn. Elías var kominn langt fram til að spyrna boltanum upp.

Tveir leikmenn Steaua settu pressu á Elías og það endaði með skrautlegu marki.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu marki en það er ólíklegt að Midtjylland reyni þessa útfærslu aftur.

FC Midtjylland unusual kick off as they concede after 8 seconds
byu/Rayan2550 insoccer

Athugasemdir
banner
banner