Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wan-Bissaka átti erfitt með að aðlagast lífinu í Manchester
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aaron Wan-Bissaka gekk til liðs við West Ham frá Man Utd í sumar en hann var í fimm ár í Manchester.


Hann gekk til liðs við Man Utd frá uppeldisfélaginu sínu Crystal Palace árið 2019. Hann segir í viðtali við The Standard að það hafi tekið hann mjög langan tíma að aðlagast lífinu í Manchester.

„Þetta var mjög erfitt. Ég fór einn til Manchester og það var í fyrsta sinn sem ég flutti að heiman. Ég átti engan að nema PlayStation tölvuna," sagði Wan-Bissaka.

„Manchester er minni og allir vita af öllu sem er í gangi. Maður verður að vera andlega sterkur til að hundsa neikvæðu hlutina."

Þá bætir hann við að hann hafi ferðast aftur til London eftir hverja einustu æfingu í dágóðan tíma en hætti því að lokum og náði að aðlagast betur.


Athugasemdir
banner
banner