Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að snúa aftur heim til Brasilíu
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er sagður hafa gefið grænt ljós á að snúa aftur til Santos í heimalandinu. Þetta kemur fram í brasilíska miðlinum UOL.

Neymar er á mála hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu en það ævintýri er ekki eins og hann hafði vonast eftir.

Hann sleit krossband í byrjun síðasta tímabils en snéri aftur í síðasta mánuði.

Brasilíumaðurinn meiddist aftur á dögunum og verður hann frá næstu 4-6 vikur en það þýðir að hann verður líklega ekki meira með á þessu ári.

Samkvæmt fréttum í Sádi-Arabíu er Al Hilal að íhuga að rifta samningnum við Neymar og er hann samþykkur því.

UOL segir að hann hafi þegar gefið grænt ljós á að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins, Santos, en hann gæti formlega gengið í raðir félagsins á næstu tveimur mánuðum.

Neymar, sem er 32 ára gamall, hefur einnig verið orðaður við bandaríska félagið Inter Miami. Þar er haldið í vonina að þeir Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar geti aftur myndað hið fræga MSN-tríó sem lék saman með Barcelona frá 2014 til 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner