Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er staðan hjá Víkingum - Efsta liðið á Norðurlöndum
Víkingar unnu magnaðan sigur í gær.
Víkingar unnu magnaðan sigur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu stórkostlegan sigur gegn Borac Banja Luka frá Bosníu í Sambandsdeildinni í gær.

Víkingsliðið hefur núna unnið tvo leiki í röð í Sambandsdeildinni og er liðið með sex stig í deildarkeppninni.

Liðið er með jafnmörg stig og ítalska úrvalsdeildarfélagið Fiorentina, sem er í áttunda sæti. Liðin í efstu átta fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sætum níu til 24 fara í umspil um að komast þangað.

Víkingar geta svo sannarlega leyft sér að dreyma en þeir sitja núna í 14. sætinu eftir þrjá leiki. Þeir eru með besta árangurinn af liðum á Norðurlöndum.

Það eru þrír leikir eftir og svo sannarlega ástæða til bjartsýni. Víkingar geta klárlega komist í þetta umspil. Hægt er að sjá stöðuna í Sambandsdeildinni eftir þrjá leiki hér fyrir neðan.

Það var viðtal við Kára Árnason birt hér á síðunni áðan en það má hlusta á hér fyrir neðan.

Næstu leikir Víkinga í Sambandsdeildinni:
Noah - Víkingur (28. nóvember)
Víkingur - Djurgården (12. desember)
LASK - Víkingur (19. desember)


Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner