Það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun, laugardagskvöld klukkan 20, þegar Liverpool tekur á móti Aston Villa á Anfield.
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir átta sigra úr tíu leikjum en auk þess hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni.
Arne Slot ræddi við fjölmiðla á fréttamannafundi í dag og hér má sjá samantekt á því helsta sem þar kom fram.
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir átta sigra úr tíu leikjum en auk þess hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni.
Arne Slot ræddi við fjölmiðla á fréttamannafundi í dag og hér má sjá samantekt á því helsta sem þar kom fram.
Hefur sterk byrjun átímabilinu komið Slot á óvart?
„Ég held að óvænt sé ekki rétta orðið til að nota því ég vissi hvaða gæði byggju í liðinu. En gæði er eitt og stöðugleiki annar. Ég er ekki hissa því ég sá orkuna sem leikmenn mínir voru með á hverjum degi. Stundum þarf smá heppni að vera með okkur líka, við áttum skilið að vinna flesta þessa leiki en nokkrir hafa verið mjög jafnir."
Um væntingar liðsins:
„Ég er ekki að reyna að stýra einhverjum væntingum því við tölum ekkert um væntingar. Einu væntingarnar sem ég er með er að leikmenn leggi sig alltaf fram á hverjum degi. Ef það gerist þá koma venjulega úrslitin með."
Um frammistöðu miðjumannsins Curtis Jones:
„Hann varð faðir í síðasta mánuði og eftir það fór hann að spila enn betur. Hann var frábær á undirbúningstímabilinu en frammistaða hans datt svo aðeins niður en síðan hann varð pabbi hefur hann orðið framúrskarandi aftur. Kannski tengist það en aðallega held ég að þetta snúist um það hvernig liðið spilar."
Um gæðin sem Jones býr yfir:
„Hann er með mikil gæði með boltann og er aldrei hræddur við að reyna eitthvað sérstakt. Stundum er hann með aðeins of mikið sjálfsöryggi en sjálfstraust er mikilvægt. Þá er hann vinnusamur og við getum treyst á hann varnarlega. Þið sáuð hversu vel hann stóð sig gegn Cole Palmer. Ef hann vill halda áfram að þróast þarf hann að finna aðeins betri stöðugleika."
Um hvenær Diogo Jota snýr aftur:
„Við búumst við honum til baka á fyrstu vikunum eftir landsleikjagluggann."
Um hvað amar að Jota:
„Ég vil ekki segja, það hvílir leynd yfir því. Hann kemur einum eða tveimur leikjum eftir landsleikjagluggann."
Um samningaviðræður við Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah:
„Það er ekki rétt að ég tjái mig opinberlega. Ég ræði þetta við menn innanbúðar og þar ræðum við þetta, ekki fyrir framan hljóðnema."
Um bætinguna hjá Luis Díaz:
„Hann er með betri tölur en á síðasta tímabili. Ég hef ekki hugmynd um ástæðuna. Liðið er að skapa fjölda færa fyrir sóknarmennina okkar. Ef Diogo Jota spilar þá skorar hann, ef Darwin Nunez spilar þá skorar hann, Ef Cody Gakpo spilar þá skorar hann. Það segir mér að liðið sé að skapa færi fyrir gæðaleikmennina fremst. Ef þeir komast í góðar stöður þá geta þeir skorað."
Um skiptinguna á spiltímanum milli vinstri bakvarðanna Andy Robertson og Kostas Tsimikas:
„Við erum með tvo mjög góða vinstri bakverði og við spilum rosalega marga leiki. Báðir þurfa þeir að spila. Sjáum hvor byrjar á laugardaginn."
Um áskorunina að mæta Unai Emery og lærisveinum í Aston Villa:
„Hann hefur spilað svipaðan leikstíl síðustu ár. Hann er nánast alltaf með sama leikskipulagið en mismunandi leikmenn. Hann er með skýra hugmyndafræði. Hann hefur alltaf spilað 4-4-2 en það geta verið einhverjar áherslubreytingar milli leikja."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 14 | 11 | 2 | 1 | 29 | 11 | +18 | 35 |
2 | Chelsea | 15 | 9 | 4 | 2 | 35 | 18 | +17 | 31 |
3 | Arsenal | 15 | 8 | 5 | 2 | 29 | 15 | +14 | 29 |
4 | Man City | 15 | 8 | 3 | 4 | 27 | 21 | +6 | 27 |
5 | Nott. Forest | 15 | 7 | 4 | 4 | 19 | 18 | +1 | 25 |
6 | Aston Villa | 15 | 7 | 4 | 4 | 23 | 23 | 0 | 25 |
7 | Bournemouth | 15 | 7 | 3 | 5 | 23 | 20 | +3 | 24 |
8 | Brighton | 15 | 6 | 6 | 3 | 25 | 22 | +3 | 24 |
9 | Brentford | 15 | 7 | 2 | 6 | 31 | 28 | +3 | 23 |
10 | Fulham | 15 | 6 | 5 | 4 | 22 | 20 | +2 | 23 |
11 | Tottenham | 15 | 6 | 2 | 7 | 31 | 19 | +12 | 20 |
12 | Newcastle | 15 | 5 | 5 | 5 | 19 | 21 | -2 | 20 |
13 | Man Utd | 15 | 5 | 4 | 6 | 19 | 18 | +1 | 19 |
14 | West Ham | 15 | 5 | 3 | 7 | 20 | 28 | -8 | 18 |
15 | Everton | 14 | 3 | 5 | 6 | 14 | 21 | -7 | 14 |
16 | Leicester | 15 | 3 | 5 | 7 | 21 | 30 | -9 | 14 |
17 | Crystal Palace | 15 | 2 | 7 | 6 | 14 | 20 | -6 | 13 |
18 | Ipswich Town | 15 | 1 | 6 | 8 | 14 | 27 | -13 | 9 |
19 | Wolves | 15 | 2 | 3 | 10 | 23 | 38 | -15 | 9 |
20 | Southampton | 15 | 1 | 2 | 12 | 11 | 31 | -20 | 5 |
Athugasemdir