Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 08. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lið vikunnar í Meistaradeildinni - Sænskur miðvörður valinn í annað sinn
Luis Díaz er í liðinu
Luis Díaz er í liðinu
Mynd: EPA
Fótboltasamband UEFA hefur tilkynnt lið vikunnar í Meistaradeild Evrópu en ellefu lið eru með fulltrúa í liðinu að þessu sinni.

Luis Díaz, leikmaður Liverpool, og Viktor Gyökeres, leikmaður Sporting, eru báðir í liðinu. Díaz skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Bayer Leverkusen og þá gerði Gyökeres slíkt hið sama í 4-1 sigri Sporting á Manchester City.

Mike Maignan er í markinu eftir frábæra frammistöðu í 3-1 sigri Milan á Real Madrid.

Sænski miðvörðurinn Isak Hien er í liðinu í annað sinn en hann er á mála hjá Atalanta á Ítalíu.

Hér fyrir neðan má sjá liðið í heild sinni.

Lið vikunnar: Mike Maignan (Milan), Nahuel Molina (Atlético), Isak Hien (Atalanta), Thilo Kehrer (Mónakó), Alphonso Davies (Bayern München), Nicolas Gerrit Kühn (Celtic), Pierre Lees-Melou (Brest), Malik Tillman (PSV), Luis Díaz (Liverpool), Viktor Gyökeres (Sporting), Karim Konate (Salzburg).


Athugasemdir
banner
banner