Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 08. nóvember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho horfir löngunaraugum til Newcastle
Verður Jose Mourinho stjóri Newcastle?
Verður Jose Mourinho stjóri Newcastle?
Mynd: EPA
Jose Mourinho horfir löngunaraugum til stjórastarfs Newcastle ef Eddie Howe yfirgefur St James’ Park. Mourinho hefur sagt að hann eigi ókláruð verkefni í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho er fyrrum stjóri Chelsea, Manchester United og Tottenham en sagði í viðtali á dögunum að hann hefði í huga að stýra öðru liði í deildinni.

Mourinho stýrir Fenerbahce í Tyrklandi en gefur enska boltanum vel undir fótinn í kringum leik gegn Manchester United nýlega. Hann tók enskum fjölmiðlamönnum opnum örmum og kallaði þá gamla vini sína.

Mourinho hefur beðið tengiliði sína um að fylgjast með stöðu mála hjá Newcastle. Hann hitti Yasir al-Rumayyan, stjórnarformann Newcastle, á kappaksturskeppni í mars og þeir eru sagðir hafa haldið sambandið.

Staða Howe stjóra Newcastle ætti ekki að vera í mikilli hættu sem stendur en hann hefur unnið Arsenal og Chelsea í síðustu leikjum en byrjunin á tímabilinu hefur ekki verið neitt sérstök, liðið situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Vangaveltur hafa verið í gangi um mögulega endurkomu Mourinho í enska boltann og kenningar verið í gangi um að hann muni taka við Everton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner