Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 08. nóvember 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí hafnaði Val og verður áfram í Aftureldingu
 Aron Elí heldur tryggð við Aftureldingu.
Aron Elí heldur tryggð við Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Aron Elí Sævarsson hafnaði því að ganga í raðir Vals og hefur ákveðið að gera nýjan samning við Aftureldingu.

Aron Eli er uppalinn Valsari og bróðir Birkis Más Sævarssonar en hefur verið algjör lykilmaður og fyrirliði Aftureldingar undanfarin ár.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagði Valur áherslu á að reyna að fá Aron til sín en hann ákvað að halda tryggð við Mosfellinga.

Aron er 27 ára og hefur leikið með Aftureldingu síðan 2020. Hann lyfti bikarnum þegar Afturelding vann Keflavík í umspili Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili. Afturelding leikur í fyrsta sinn í efstu deild næsta sumar.

Hann er fyrrum leikmaður Hauka, Þórs og HK í meistaraflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner