Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 10. nóvember 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía hélt hreinu og valin best - Ingibjörg hetja Bröndby
Cecilía Rán er að standa sig vel með Inter
Cecilía Rán er að standa sig vel með Inter
Mynd: Inter
Landsliðsmarkverðir Íslands eru að gera frábæra hluti í Evrópuboltanum þessa helgina en Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter, var hélt hreinu og valin best er liðið lagði Lazio að velli, 1-0, í Seríu A í dag.

Fyrr í dag var Elías Rafn besti maður Midtjylland í 1-0 tapi gegn Viborg og fylgdi Cecilía því á eftir með magnaðri frammistöðu gegn Lazio.

Cecilía er á láni hjá Inter frá Bayern en hún hefur verið ein af bestu leikmönnum liðsins á tímabilinu.

Hún hélt hreinu í þriðja sinn í 1-0 sigrinum á Lazio og var valin kona leiksins.

Inter hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni og er nú í 3. sæti með 18 stig.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum í 3-0 sigri Bayer Leverkusen á Potsdam. Leverkusen er í 4. sæti þýsku deildarinnar með 20 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir gerði sigurmark Bröndby í 1-0 sigrinum á Köge.

Hún og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru í byrjunarliði Bröndby sem er í 3. sæti með 21 stig.

Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum hjá West Ham sem vann Leicester, 1-0. Hún spilaði síðustu mínútur leiksins og hjálpaði liði sínu að landa sigrinum. West Ham er í 9. sæti ensku WSL-deildarinnar með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner