Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 08. nóvember 2024 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Taldar 80% líkur á að Víkingur fari í umspilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur hefur farið gríðarlega vel af stað í deildakeppni Sambandsdeildarinnar en Football Rankings á X telur að það séu um 80% líkur á því að liðið komist áfram í umspilið.


Víkingur er með sex stig eftir þrjár umferðir en liðið steinlá 4-0 gegn Omonia í Kýpur í fyrstu umferð en fylgdi því eftir með frábærum sigrum á Cercle Brugge og Borac á Kópavogsvelli.

Football Rankings spáir því að Víkingur nái í tæplega þrjú stig í viðbót en liðið á eftir að mæta FC Noah (Armenía) og LASK (Austurríki) á útivelli og Djurgarden (Svíþjóð) á heimavelli en næsti leikur liðsins er gegn FC Noah þann 28. nóvember.

35% líkur eru á því að liðið endi í einu af átta efstu sætunum og fari því beint í 16 liða úrslitin. Liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner