fös 08. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Aston Villa á Anfield og Lundúnaslagur
Arsenal fer á Stamford Bridge
Arsenal fer á Stamford Bridge
Mynd: EPA
Ellefta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og er þetta síðastas umferðin fyrir landsleikjahle. Liverpool tekur á móti Aston Villa á Anfield og þá mætast Chelsea og Arsenal í Lundúnaslag.

Fjórir leikir fara fram klukkan 15:00 á morgun. Brentford spilar við Bournemouth á meðan Crystal Palace tekur á móti Fulham. West Ham og Everton eigast við í Lundúnum og þá mætast Wolves og Southampton á Molineux.

Klukkan 17:30 mætast Brighton og Englandsmeistarar Manchester City. Lærisveinar Pep Guardiola eru að fara í gegnum erfiðan kafla og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks gegn sterku liði Brighton.

Liverpool og Aston Villa mætast í síðasta leik laugardagsins. Liverpool er á toppnum með 25 stig en Aston Villa í 6. sæti með 18 stig.

Á sunnudag eru fjórir leikir. Ruud van Nistelrooy stýrir United í síðasta sinn áður en Ruben Amorim tekur við liðinu en liðið tekur á móti nýliðum Leicester klukkan 14:00. Spútniklið Nottingham Forest mætir Newcastle á meðan Tottenham spilar við nýliða Ipswich Town.

Klukkan 16:30 eigast Chelsea og Arsenal við í Lundúnaslag á Stamford Bridge. Arsenal hefur verið að tapa stigum í síðustu leikjum og mega liðin ekki við því að tapa fleiri stigum í toppbaráttunni en bæði lið eru sjö stigum frá toppnum.

Laugardagur:
15:00 Brentford - Bournemouth
15:00 Crystal Palace - Fulham
15:00 West Ham - Everton
15:00 Wolves - Southampton
17:30 Brighton - Man City
20:00 Liverpool - Aston Villa

Sunnudagur:
14:00 Man Utd - Leicester
14:00 Nott. Forest - Newcastle
14:00 Tottenham - Ipswich Town
16:30 Chelsea - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner