Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   fös 08. nóvember 2024 12:26
Elvar Geir Magnússon
Shaw á sinni fyrstu æfingu í langan tíma
Luke Shaw varnarmaður Manchester United hefur snúið aftur til æfinga með liðinu eftir að hafa verið þrjá mánuði frá vegna meiðsla.

Enski vinstri bakvörðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan í febrúar en hann meiddist á kálfa snemma í ágúst.

Búist var við því að hann myndi snúa aftur eftir landsleikjagluggann í október en hann varð fyrir bakslagi í endurhæfingu sinni.

Shaw meiddist aftan í læri í febrúar og missti af lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hann var hinsvegar valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM og byrjaði í tapleiknum gegn Spáni í úrslitaleiknum eftir að hafa misst af riðlakeppninni.

Ruud van Nistelrooy, bráðabirgðastjóri United, sagði í vikunni að annar vinstri bakvörður, Tyrell Malacia sem hefur ekki spilað fyrir United síðan í apríl 2023 vegna hnémeiðsla, væri nær endurkomu en Shaw.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner