Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 10. nóvember 2024 10:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City og Liverpool berjast um Zubimendi
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Mörg stórlið eru með hugann við janúargluggann.


Rúben Amorim ætlar að gera Danilo, 33, varnarmann Juventus að sínum fyrstu kaupum hjá Man Utd í janúar en samningur Brasilíumannsins rennur út í sumar. (Mirror)

Arsenal hefur sett sig í samband við Sporting varðandi varnarmanninn Ousmane Dembele, 20, en Chelsea og Bayern hafa einnig áhuga. (Metro)

Real Madrid íhugar að fá Sergio Ramos, 38, goðsögn félagsins aftur í neyð til að taka við af Eder Militao, 26, sem er meiddur. (Fichajes)

Barcelona er hætt að eltast við Trent Alexander-Arnold, 26, bakvörð Liverpool til að komast í móts við óskir Lamine Yamal, 17. (Football365)

Hansi Flick stjóri Barcelona vill fá Alphonso Davies, 24, ef hann skrifar ekki undir samning við Bayern. Real Madrid er að vinna kapphlaupið og þá hefur Man Utd einnig áhuga. (Christian Falk)

Liverpool er tilbúið að bjóða 58 milljón punda í egypska framherjann Omar Marmoush, 25, hjá Frankfurt. (Fichajes)

Liverpool er nálægt því að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á franska miðjumanninum Aurelien Tchouameni, 24. (Teamtalk)

Man City vonast til að styrkja miðjuna með því að kaupa Martin Zubimendi, miðjumann Real Sociedad en Liverpool hefur einnig áhuga. (Football Insider)

Forseti brasilíska sambandsins hafnar því að hafa verið í sambandi við Pep Guardiola um að taka við brasilíska landsliðinu. (Globo)

Roma er búið að hafa samband við Roberto Mancini um að taka við liðinu en tímabilið hefur byrjað illa undir stjórn Ivan Juric. (Sky Sports á Ítalíu)

Rúben Amorim, verðandi stjóri Man Utd mun ekki kaupa leikmann frá Sporting í sumar sem gefur Man City, Arsenal og PSG tækifæri á því að kaupa sænska framherjan Viktor Gyökeres, 26. (Mirror)

Amorim hefur áhuga á Sverre Nypan, 17, miðjumanni Rosenborg. (GiveMeSport)

Arsenal hefur áhuga á Nico Paz, 20, miðjumanni Como en hann hefur lagt upp fjögur og skorað eitt mark í ellefu leikjum í ítölsku deildinni í ár. (Fichajes)

Sergio Reguilon, 27, vill rifta samningi sínum við Tottenham í janúar en hann hefur verið orðaður við Sevilla og Getafe. (Caught Offside)

Aston Villa hefur áhuga á Johnny Cardoso, 23, og Diego Llorente, 31, leikmönnum Real Betis en liðið fær samkeppni frá Tottenham um Llorente. (Ficherio)

Tottenham, West Ham og Chelsea fylgjast með Archie Brown, 20, varnarmanni Get en samningur hans rennur út árið 2027. (TBR Football)

Saba Kharebashvili, 16, bakvörður Dinamo Tbilisi er eftirsóttur af spænsku risunum Real Madrid og Barcelona en hann spilaði sinn fyrsta leik aðeins 15 ára gamall. (AS)


Athugasemdir
banner
banner
banner