Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 10. nóvember 2024 11:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kæmi á óvart ef Alexander-Arnold nær landsleikjunum
Mynd: EPA

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik þegar liðið vann Aston Villa í gær.


Hann meiddist aftan í læri og Arne Slot er hræddur um að hann missi af landsleikjum Englands gegn Grikklandi og Írlandi sem framundan eru í Þjóðadeildinni.

„Það er erfitt að segja hversu alvarlegt þetta er en það er alltaf alvarlegt ef leikmaður fer út af í hálfleik. Hann bað ekki um það því hann var þreyttur heldur vegna þess að hann fann fyrir einhverju. Það er ekki gott," sagði Slot.

„Ég yrði hissa ef við munum sjá hann spila fyrir England í vikunni en vonandi getur hann það."


Athugasemdir
banner
banner
banner