Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 09. nóvember 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Villarreal upp í þriðja sæti
Villarreal er komið upp í þriðja sæti La Liga á Spáni eftir að hafa unnið sannfærandi 3-0 sigur á Deportivo Alaves á Keramíkur-vellinum í Villarreal í kvöld.

Fyrrum Barcelona-maðurinn Ilias Akhomach tók forystuna fyrir Villarreal þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Dani Parejo gerði annað markið úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir lok leiksins áður en Santi Comesana rak síðasta naglann í kistu Alaves.

Sigurinn fleytir Villarreal upp í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig en þetta var annar deildarsigur liðsins í röð.

Leganes lagði þá Sevilla að velli, 1-0. Eina mark leiksins gerði Miguel de La Fuente úr vítaspyrnu á 82. mínútu.

Lucien Agoume braut á Seydouba Cisse í teignum og fékk rauða spjaldið fyrir og var það De La Fuente sem fór á punktinn og gerði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Leganes er í 14. sæti með 14 stig, einu stigi á eftir Sevilla sem er í 13. sæti.

Leganes 1 - 0 Sevilla
1-0 Miguel de la Fuente ('82 , víti)
Rautt spjald: Lucien Agoume, Sevilla ('80)

Villarreal 3 - 0 Alaves
1-0 Ilias Akhomach ('38 )
2-0 Dani Parejo ('81 , víti)
3-0 Santi Comesana ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
12 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
13 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner