Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Síðasti leikur Ruud og mikilvægur Lundúnaslagur
Ruud van Nistelrooy mun stýra Manchester United í síðasta sinn er liðið tekur á móti Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hollenski þjálfarinn var aðstoðarmaður Erik ten Hag á þessu tímabili en tók síðan við liðinu eftir að hann var rekinn.

Hann hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli, en í dag mun hann stýra sínum síðasta leik sem aðalþjálfari. Ruben Amorim mun taka við eftir helgi en ekki er ljóst hvort Ruud verði áfram í þjálfarateyminu eða ekki.

United er þegar sjö stigum frá Meistaradeildarsæti og er því lífsnauðsynleg þörf á þremur stigum í dag.

Spútniklið Nottingham Forest mætir Newcastle United á City Ground á meðan Tottenham spilar við nýliða Ipswich.

Klukkan 16:30 mætast Chelsea og Arsenal í baráttuleik á Stamford Bridge.

Bæði lið eru með 18 stig, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal hefur verið að gera tilkall til að berjast um titilinn en liðið mun heltast úr lestinni með tapi í dag.

Leikir dagsins:
14:00 Man Utd - Leicester
14:00 Nott. Forest - Newcastle
14:00 Tottenham - Ipswich Town
16:30 Chelsea - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner