Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   lau 09. nóvember 2024 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forseti brasilíska sambandsins: Höfum ekki rætt við Guardiola
Mynd: EPA

Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu brasilíska landsliðsins. Ednaldo Rodrigues, forseti brasilíska sambandsins, tjáði sig um Guardiola.


„Ég átta mig á því að Guardiola er einn af bestu þjálfurum í heimi. En við höfum ekki rætt neitt við hann. Dorival Junior er þjálfari landsliðsins," sagði Rodrigues.

Guardiola var spurður út í áhuga brasilíska sambandsins eftir tap Man City gegn Sporting í vikunni.

„Eftir 4-1 tap er ég ekki lengur kostur fyrir Brasilíu," sagði Guardiola léttur í bragði.

Dorival Junior er með samning út HM 2026 hjá brasilíska sambandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner