Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   sun 10. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcola og Kang-In í aðalhlutverkum hjá PSG
Lee Kang-In skoraði tvö og lagði upp eitt
Lee Kang-In skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: EPA
Bradley Barcola og Lee Kang-In voru stórkostlegir í 4-2 sigri Paris Saint-Germain á Anges í frönsku deildinni í gær.

Kang-In er 23 ára gamall sóknartengiliður sem skoraði tvö mörk á þremur mínútum gegn Angers.

Suður-Kóreumaðurinn hefur skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu á tímabilinu, en sú stoðsending var einmitt ætluð Barcola.

Barcola skoraði þriðja mark PSG á 31. mínútu og þá lagði Kang-In upp annað mark franska vængmannsins undir lok fyrri hálfleiks.

Sýning frá þeim félögum. Angers skoraði tvö mörk í uppbótartíma en það var heldur seint í rassinn gripið fyrir heimamenn sem töpuðu 4-2.

PSG er á toppnum með 29 stig eftir ellefu leiki og sex stigum á undan Mónakó sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner