Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 09. nóvember 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa hafnaði tilboði frá Arsenal í Duran
Mynd: Getty Images

Aston Villa hefur hafnað tilboði frá Arsenal í kólumbíska framherjann Jhon Duran. Sky Sports hefur þetta eftir kólumbísku útvarpsstöðinni Antena 2.


Talið er að tilboðið hafi verið um 45 milljónir punda en Aston Villa vill fá í kringum 70 milljónir punda en félagið hefur verið í samninga viðræðum við framherjann.

Duran hefur verið frábær á þessu tímabili en hann hefur skorað átta mörk í öllum keppnum þrátt fyrir að hafa verið aðeins þrisvar í byrjunarliðinu.

Aston Villa mætir Liverpool á Anfield klukkan 20 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner