Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fös 08. nóvember 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður að því hvort hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn ef á því hefði verið kostur.

Gylfi er ekki í hópnum fyrir síðustu tvo leikina í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales en hann sagði frá því nýverið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun á milli sín og KSÍ um að hann myndi hvíla í þessu verkefni.

„Fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur," sagði Gylfi í Dr Football en hann var að eignast sitt annað barn.

Hareide var spurður frekar út í þetta í viðtali við Fótbolta.net núna áðan. „Þú verður að virða það þegar fólk telur það mikilvægara að vera heima í staðinn fyrir að fara með landsliðinu. Maður verður bara að virða það."

„Við gerum það," sagði landsliðsþjálfarinn.

Gylfi, sem er 35 ára miðjumaður, er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur skorað 27 mörk í 83 leikjum.

Það er markmiðið
Hareide er spenntur fyrir komandi verkefni. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.

Ísland er í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Það eru mjög áhugaverðir leikir framundan og mikilvægir leikir. Við getum enn komist í umspil um A-deildina og það er markmiðið," segir Hareide.

„Við getum ekki tapað fleiri stigum. Auðvitað vonumst við eftir því að búa til úrslitaleik við Wales. Miðað við hvernig við höfum spilað, þá finnst mér við eiga það skilið. Ég er jákvæður fyrir þessa leiki."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Hareide ræðir nánar um hópinn, leikina sem eru framundan og sína framtíð.
Athugasemdir
banner
banner