Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 08. nóvember 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður að því hvort hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn ef á því hefði verið kostur.

Gylfi er ekki í hópnum fyrir síðustu tvo leikina í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales en hann sagði frá því nýverið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun á milli sín og KSÍ um að hann myndi hvíla í þessu verkefni.

„Fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur," sagði Gylfi í Dr Football en hann var að eignast sitt annað barn.

Hareide var spurður frekar út í þetta í viðtali við Fótbolta.net núna áðan. „Þú verður að virða það þegar fólk telur það mikilvægara að vera heima í staðinn fyrir að fara með landsliðinu. Maður verður bara að virða það."

„Við gerum það," sagði landsliðsþjálfarinn.

Gylfi, sem er 35 ára miðjumaður, er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur skorað 27 mörk í 83 leikjum.

Það er markmiðið
Hareide er spenntur fyrir komandi verkefni. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.

Ísland er í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Það eru mjög áhugaverðir leikir framundan og mikilvægir leikir. Við getum enn komist í umspil um A-deildina og það er markmiðið," segir Hareide.

„Við getum ekki tapað fleiri stigum. Auðvitað vonumst við eftir því að búa til úrslitaleik við Wales. Miðað við hvernig við höfum spilað, þá finnst mér við eiga það skilið. Ég er jákvæður fyrir þessa leiki."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Hareide ræðir nánar um hópinn, leikina sem eru framundan og sína framtíð.
Athugasemdir
banner
banner