Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 08. nóvember 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, aðspurður að því hvort hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn ef á því hefði verið kostur.

Gylfi er ekki í hópnum fyrir síðustu tvo leikina í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales en hann sagði frá því nýverið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun á milli sín og KSÍ um að hann myndi hvíla í þessu verkefni.

„Fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur," sagði Gylfi í Dr Football en hann var að eignast sitt annað barn.

Hareide var spurður frekar út í þetta í viðtali við Fótbolta.net núna áðan. „Þú verður að virða það þegar fólk telur það mikilvægara að vera heima í staðinn fyrir að fara með landsliðinu. Maður verður bara að virða það."

„Við gerum það," sagði landsliðsþjálfarinn.

Gylfi, sem er 35 ára miðjumaður, er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, hefur skorað 27 mörk í 83 leikjum.

Það er markmiðið
Hareide er spenntur fyrir komandi verkefni. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.

Ísland er í þriðja sæti í riðli sínum í Þjóðadeildinni og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.

„Það eru mjög áhugaverðir leikir framundan og mikilvægir leikir. Við getum enn komist í umspil um A-deildina og það er markmiðið," segir Hareide.

„Við getum ekki tapað fleiri stigum. Auðvitað vonumst við eftir því að búa til úrslitaleik við Wales. Miðað við hvernig við höfum spilað, þá finnst mér við eiga það skilið. Ég er jákvæður fyrir þessa leiki."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Hareide ræðir nánar um hópinn, leikina sem eru framundan og sína framtíð.
Athugasemdir
banner